banner
   lau 02. desember 2017 15:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vandræðin halda áfram hjá Sverri, Ragnari og Ólafi Inga
Sverrir og félagar þurftu að sætta sig við enn eitt tapið.
Sverrir og félagar þurftu að sætta sig við enn eitt tapið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagurinn var ekki góður á skrifstofunni hjá tvímenningunum í Rússlandi og Ólafi Inga Skúlasyni í Tyrklandi.

Moskvu-liðin Dinamo og Lokomotiv báru sigur úr býtum gegn Íslendingaliðunum Rostov og Rubin Kazan. Sverrir Ingi Ingason spilaði allar 90 mínúturnar hjá Rostov í 2-0 tapi gegn Dinamo Moskvu og Ragnar Sigurðsson var ónotaður varamaður hjá Rubin Kazan sem þurfti að sætta sig við 1-0 tap gegn Lokomotiv Moskvu.

Rostov vann síðasta leik eftir langa bið eftir sigri; í dag þurfti liðið að sætta sig við enn eitt tapið. Rostov er í tíunda sæti rússnesku deildarinnar en Rubin Kazan er í 12. sætinu. Rubin Kazan hefur gengið herfilega í undanförnum leikjum.

Í Tyrklandi eru Ólafur Ingi og félagar í Kardemir Karabükspor við botninn. Liðið tapaði 1-0 gegn Göztepe á heimavelli í dag og er ásamt Gençlerbirliği með átta stig eftir 14 leiki.

Ólafur Ingi var ónotaður varamaður í dag, hann sat allan tímann á varamannabekknum.

Hér að neðan eru úrslitin og markaskorarar.

Rússland
Dinamo Moskva 2 - 0 Rostov
1-0 Fatos Bećiraj ('42)
2-0 Aleksandr Tashaev ('45)

Lokomotiv Moskva 1 - 0 Rubin Kazan
1-0 Jefferson Farfán ('87)
Rautt spjald: Cesar Navas, Rubin Kazan ('80)

Tyrkland
Kardemir Karabükspor 0 - 1 Göztepe
0-1 Adis Jahovic ('58)
Athugasemdir
banner
banner
banner