Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 02. desember 2018 12:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Birkir Már: Sýnir að við getum unnið þá
Icelandair
Birkir Már, bakvörður landsliðsins.
Birkir Már, bakvörður landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland fagnar marki gegn Frakklandi á dögunum.
Ísland fagnar marki gegn Frakklandi á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Nú rétt í þessu var verið að draga í riðli fyrir undankeppni EM. Ísland lenti í riðli með Heimsmeisturum Frakklands, Tyrklandi, Albaníu, Moldavíu og Andorra.

„Þetta er ekki alveg draumadráttur hvað varðar ferðalög og mótherja. Þetta er eru erfiðir mótherjar og erfiðir útivellir að fara á. Við fáum Heimsmeistaranna, en það var vitað hvort sem er að við myndum fá mjög sterkan mótherja úr fyrsta styrkleikaflokki," sagði Birkir Már Sævarsson, bakvörður íslenska landsliðsins, þegar Fótbolti.net sóttist eftir viðbrögðum frá honum við drættinum.

„Fínt að hafa mætt þeim áður"
Þetta eru þjóðir sem við þekkjum ágætlega eftir að hafa spilað við þær í gegnum tíðina. Moldavía er samt þjóð sem Ísland hefur aldrei áður mætt.

„Það er kostur að við séum tiltölulega nýbúnir að mæta mörgum af þessum liðum," segir Birkir Már.

„Það er samt líkaorðið svo auðvelt að kortleggja andstæðinga núna að það skiptir ekki öllu máli en það er samt sem áður fínt að hafa mætt þessum liðum áður."

Ísland spilaði á dögunum vináttulandsleik við Frakkland sem endaði með 2-2 jafntefli eftir að Ísland hafði komist 2-0 yfir. Gefur sá leikur góð fyrirheit fyrir leikina í riðlinum?

„Maður fær hellings sjálfstraust þegar maður nær úrslitum gegn góðum liðum. Þetta sýnir okkur að við getum unnið þá. Það er allt jákvætt við það."

Löng ferðalög framundan
Ísland þarf að fara í löng ferðalög og Birkir viðurkennir að það sé ekki ákjósanlegt. Hann nefnir að hin Norðurlöndin hafi sloppið betur.

„Hin Norðurlöndin voru að fá þægilega riðla hvað varðar ferðalög. Það hefði verið fínt að fá eitthvað svoleiðis, en við höfum alltaf verið óheppnir með ferðalög og verið að ná góðum árangri. Við verðum bara að halda áfram á þeirri leið."

Þriðja stórmótið í röð hjá litla Íslandi?
Tvö efstu lið riðilsins fara áfram á Evrópumótið 2020. Þjóðadeildin mun skera úr um það hvaða lið fara í umspil.

Ísland hefur farið á tvö stórmót í röð, EM 2016 og HM síðasta sumar. Að fara á þriðja stórmótið í röð yrði magnað afrek.

„Við höldum áfram að fara krýsuvíkurleiðina. Við spilum okkar leik sama þótt það sé á móti liði út í rassgati eða einhverju nálægt. Við spilum okkar leik og reynum að vinna eins marga leiki og við getum, við ætlum okkur á þriðja stórmótið í röð."



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner