Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 02. desember 2018 13:36
Arnar Helgi Magnússon
Hamren: Erfiður en áhugaverður riðill
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dregið var í riðla fyrir undankeppni EM2020 nú hádeginu. Í riðli með Íslandi eru Heimsmeistarar Frakklands, Tyrkland, Albanía, Moldavía og Andorra.

Tvö efstu lið riðilsins fara beint á mótið en niðurstaða Þjóðadeildarinnar mun skera úr um hvaða lið mætast í umspili.

Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands hefur nú tjáð sig eftir dráttinn og segir hann þennan riðil áhugaverðann.

„Þetta er áhugaverður og erfiður riðill. Við hefðum getað fengið auðveldari mótherja en að sama skapi hefðum við einnig getað fengið erfiðari andstæðinga," segir Erik Hamren

„Við vitum ekki hvort að drátturinn hafi verið góður fyrr en að við erum búnir að spila leikina. Frakkland er auðvitað liðið sem er líklegast til afreka í þessum riðli."

Leikdagar hafa ekki enn verið gefnir út en Fótbolti.net færir fréttir af því um leið og það liggur fyrir.

Sjá einnig
Riðill Íslands: Heimsmeistararnir og löng ferðalög
Helstu upplýsingar um andstæðinga Íslands
Birkir Már: Sýnir að við getum unnið þá
Athugasemdir
banner
banner