Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 02. desember 2018 12:05
Magnús Már Einarsson
Helstu upplýsingar um andstæðinga Íslands
Icelandair
Ísland og Frakkland mætast tvisvar á næsta ári.
Ísland og Frakkland mætast tvisvar á næsta ári.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Ísland hefur átt góðu gengi að fagna gegn Tyrkjum í síðsutu undakeppnum.
Ísland hefur átt góðu gengi að fagna gegn Tyrkjum í síðsutu undakeppnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik Íslands og Albaníu árið 2013.
Úr leik Íslands og Albaníu árið 2013.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landslið Andorra er í 133. sæti á heimslista FIFA.
Landslið Andorra er í 133. sæti á heimslista FIFA.
Mynd: Getty Images
Nú rétt í þessu var dregið í riðla fyrir undankeppni EM 2020. Ísland verður í H-riðli ásamt Frakklandi, Tyrklandi, Albaníu, Moldavíu og Andorra. Tvö efstu liðin fara beint áfram á EM 2020. Hér eru helstu upplýsingar um andstæðinga Íslands!



1. styrkleikaflokkur - Frakkland
Sæti á heimslista: 2
Árangur á síðasta EM: Tap gegn Portúgal í úrslitum
Landsliðsþjálfari: Didier Deschamps
Helstu stjörnurnar: Paul Pogba (Manchester United), Antoine Griezmann (Atletico Madrid) og Kylian Mbappe (PSG)
Fyrri viðureignir gegn Íslandi: Ísland hefur þrettán sinnum mætt Frakklandi en aldrei unnið. Nokkur jafntefli hafa orðið hjá þessum þjóðum. 1-1 jafnteflið á Laugardalsvelli er eftirminnilegt sem og 2-2 jafnteflið gegn heimsmeisturunum í Guingamp haust.

Ísland hefði ekki getað fengið mikið erfiðari andstæðing úr efsta pottinum. Frakkar eru ríkjandi heimsmeistarar og þeir fóru einnig í úrslit á EM 2016. Frakkar eiga ótrúlegt magn af öflugum leikmönnum og aldurinn á hópnum er góður. Ísland hefur þó áður náð að stríða Frökkum og vonandi verður það sama uppi á teningnum í undankeppninni.

3. styrkleikaflokkur - Tyrkland
Sæti á heimslista: 39
Árangur á síðasta EM: Enduðu í 3. sæti í riðlinum og duttu út
Landsliðsþjálfari: Mircea Lucescu
Helstu stjörnurnar: Cenk Tosun (Everton), Hakan Çalhanoğlu (AC Milan), Caglar Soyuncu (Leicester)
Fyrri viðureignir gegn Íslandi: Ísland hefur þréttan sinnum mætt Tyrkjum og sjö sinnum haft betur. Ísland var með Tyrklandi í riðli í undankeppni EM 2016 og HM 2018. Ísland vann þrjá af fjórum leikjum þar.

Íslenska landsliðið hefur gert góða hluti gegn Tyrkjum í síðustu tveimur undankeppnum og unnið þrjá af fjórum leikjum. Eina tapið var í lokaleiknum í undankeppni 2016 en þá þurftu Tyrkir sigur til að fara áfram á meðan Ísland var komið áfram. 3-0 útisigur í Eskisehir í undankeppni HM lagði grunninn að farseðli Íslands til Rússlands. Vonandi heldur gott gengi gegn Tyrkjum áfram í þessari undankeppni.

4. styrkleikaflokkur - Albanía
Sæti á heimslista: 60
Árangur á síðasta EM: Enduðu í 3. sæti á riðlinum en komust ekki áfram
Landsliðsþjálfari: Christian Panucci
Helstu stjörnurnar: Elseid Hysaj (Napoli), Taulant Xhaka (Basel), Armando Sadiku (Levante).
Fyrri viðureignir gegn Íslandi: Ísland og Albanía hafa fimm sinnum mæst áður. Ísland hefur unnið þrisvar og Albanía tvisvar. Í undankeppni HM 2014 vann Ísland baða leikina gegn Albaníu.

Ísland vann Albaníu 2-1 á útivelli í rigningarleik árið 2012 þar sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu með skoti í stöng og inn. Ári síðar hafði Ísland aftur betur 2-1 gegn Albaníu á Laugardalsvelli. Christian Panucci, fyrrum varnarmaður Real Madrid og Roma, er þjálfari Albaníu en hann tók við liðinu í fyrra.

5. styrkleikaflokkur - Moldavía
Sæti á heimslista: 170
Árangur á síðasta EM: Unnu ekki leik í undankeppninni
Landsliðsþjálfari: Alexandru Spiridon
Helstu stjörnurnar: Alexandru Epureanu (Istanbul Başakşehir), Radu Gînsari (Hapoel Haifa), Alexandru Gațcan (Rostov),
Fyrri viðureignir gegn Íslandi: Ísland hefur aldrei mætt Moldavíu áður!

Moldavía vann ekki leik í undankeppni EM 2016 né í undankeppni EM 2018. Í báðum keppnum gerði liðið tvö jafntefli. Margir leikmenn í landsliðinu spila með Sheriff Tiraspol sem sló Val naumlega úr leik í Evrópudeildinni síðastliðið sumar.

6. styrkleikaflokkur - Andorra
Sæti á heimslista: 133
Árangur á síðasta EM: Unnu ekki leik í undankeppninni
Landsliðsþjálfari: Koldo Álvarez
Helstu stjörnurnar: Ildefons Lima (Inter d'Escaldes), Marc Vales (Sandefjord), Cristian Martínez (Andorra)
Fyrri viðureignir gegn Íslandi: Ísland og Andorra hafa mæst sex sinnum áður. Ísland hefur unnið alla leikina án þess að Andorra hafi náð að skora mark! Síðasti leikur var vináttuleikur í Andorra í nóvember 2012 þar sem Rúnar Már Sigurjónsson og Jóhann Berg Guðmundsson skoruðu í 2-0 sigri.

Andorra hefur aldrei áður unnið leik í undankeppni EM. Einu sigurleikirnir í mótsleikjum í sögunni voru gegn Makedóníu í undankeppni HM 2006 og gegn Ungverjalandi í undankeppni HM 2018. Andorra hefur einnig unnið fjóra vináttuleiki síðan landsliðið var stofnað árið 1996.


Athugasemdir
banner
banner