Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 02. desember 2018 21:34
Magnús Már Einarsson
Ísland byrjar í Andorra - Frakkar koma í heimsókn í október
Icelandair
Ísland og Frakkland eru saman í riðli.
Ísland og Frakkland eru saman í riðli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikjaplanið er klárt fyrir undankeppni EM 2020. Ísland hefur leik gegn Andorra á útivelli í mars en þremur dögum síðar er leikið gegn heimsmeisturum Frökkum á útivelli.

Frakkar koma sjálfir í heimsókn til Íslands í október á næsta ári en RÚV greinir frá þessu.

Fyrsti heimaleikur Íslands í riðlinum er í október gegn Albaníu en KSÍ hefur tilkynnt að sala á ársmiðum á heimaleiki byrji í vikunni.

Ísland endar á tveimur útileikjum í nóvember en andstæðingarnir þá eru Tyrkland og Moldavía.

Leikir Íslands
22. mars Andorra - Ísland
25. mars Frakkland - Ísland
8. júní Ísland - Albanía
11. júní Ísland - Tyrkland
7. septmber Ísland - Moldavía
10. september Albanía - Ísland
11. október Ísland - Frakkland
14. október Ísland - Andorra
14. nóvember Tyrkland - Ísland
17. nóvember Moldavía - Ísland

Sjá einnig
Riðill Íslands: Heimsmeistararnir og löng ferðalög
Helstu upplýsingar um andstæðinga Íslands
Birkir Már: Sýnir að við getum unnið þá
Aron Einar: Þurfum að standa undir því að vera úr þessum styrkleikaflokki
Athugasemdir
banner
banner
banner