sun 02. desember 2018 12:55
Arnar Helgi Magnússon
Ísland og Moldavía aldrei mæst
Icelandair
Alexandru Spiridon, þjálfari Moldavíu til vinstri.
Alexandru Spiridon, þjálfari Moldavíu til vinstri.
Mynd: Getty Images
Nú í hádeginu var dregið í riðla fyrir undankeppni EM 2020 en andstæðingar Íslands í H-riðli verða Frakkland, Tyrkland, Albanía, Moldavía og Andorra.

Ísland hefur mætt Frökkum, Tyrkjum, Albönum og Andorra áður sama hvort það sé á stórmóti, undankeppni eða æfingaleikjum.

Aldrei hafa Ísland og Moldavía mæst.

Moldavía var liðið sem dróst upp úr 5. styrkleika flokkið en þjóðin situr í 170. sæti heimslista FIFA.

Það hefur lítið gengið upp á síðkastið hjá Moldavíu en liðið hefur ekki unnið leik í síðustu tveimur undankeppnum fyrir stórmót. Liðið vann hinsvegar báða leikina gegn San Marino í Þjóðadeildinni nú á haustmánuðum.

Þjálfari liðsins er Alexandru Spiridon en hann hefur verið aðstoðarþjálfari hjá Shaktar og Zenit til að mynda.

Sjá einnig
Riðill Íslands: Heimsmeistararnir og löng ferðalög
Helstu upplýsingar um andstæðinga Íslands
Athugasemdir
banner
banner
banner