Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 02. desember 2018 11:48
Arnar Helgi Magnússon
Riðill Íslands: Heimsmeistararnir og löng ferðalög
Icelandair
Albert í baráttu við Paul Pogba í síðasta mánuði.
Albert í baráttu við Paul Pogba í síðasta mánuði.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Íslands og Tyrkland mætast enn og aftur.
Íslands og Tyrkland mætast enn og aftur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik Íslands og Albaníu árið 2013.
Úr leik Íslands og Albaníu árið 2013.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dregið var í riðlakeppni fyrir undankeppni EM 2020 við hátíðlega athöfn í Dublin núna í hádeginu.

Ísland mun leika í H-riðli með Frakklandi, Tyrklandi, Albaníu, Moldavíu og Andorra. Það er því ljóst að ansi löng ferðalög bíða íslenska liðinu og stuðningsmönnum.

Ísland mætti Frökkum í vináttulandsleik í október mánuði sem endaði með 2-2 jafntefli. Liðin mættust síðan í 8-liða úrslitum á Evrópumótinu árið 2016 þar sem að Franska liðið reyndist alltof stór biti fyrir það íslenska og lauk leiknum með 5-2 sigri Frakklands sem fór alla leið í úrslitin.

Það þarf svo valla að nefna það en liðið vann Heimsmeistarakeppnina í Rússlandi í sumar.

Íslenska liðið þekkir það tyrkneska ágætlega en þessi lið voru einmitt saman í riðli fyrir undankeppni HM. Ísland vann báða leikina nokkuð sannfærandi, 0-3 á útivelli og 2-0 á Laugardalsvelli. Liðin voru líka saman í riðli fyrir undankeppni EM.

Albanía og Ísland mættust í undankeppninni fyrir HM árið 2014 en Ísland hafði betur í báðum leikjunum, 2-1.

Moldavía og Ísland hafa aldrei mæst áður í A-landsliðsleik í knattspyrnu. Moldóvía er í 170. sæti heimslistans og hafa ekki unnið leik í síðustu tveimur undankeppnum.

Ísland og Andorra hafa þrisvar mæst í æfingaleikjum og Ísland unnið í öll skiptin, sannfærandi.

Riðill Íslands:
H-riðill
Frakkland
Ísland
Tyrkland
Albanía
Moldavía
Andorra




Riðlarnir í heild:

A-riðill
England
Tékkland
Búlgaría
Svartfjallaland
Kósóvó

B-riðill
Portúgal
Úkraína
Serbía
Litháen
Luxemborg

C-riðill
Holland
Þýskaland
Norður-Írland
Eistland
Hvíta-Rússland

D-riðill
Sviss
Danmörk
Írland
Georgía
Gíbraltar

E-riðill
Króatía
Wales
Slóvakía
Ungverjaland
Azerbaijan

F-riðill
Spánn
Svíþjóð
Noregur
Rúmenía
Færeyjar
Malta

G-riðill
Pólland
Austurríki
Ísrael
Slóvenía
Makedónía
Lettland

H-riðill
Frakkland
Ísland
Tyrkland
Albanía
Moldavía
Andorra


I-riðill
Belgía
Rússland
Skotland
Kýpur
Kazakstan
San Marino

J-riðill
Ítalía
Bosnía og Herzegóvína
Finnland
Grikkland
Armenía
Lichenstein



Athugasemdir
banner