Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 02. desember 2019 21:18
Ívan Guðjón Baldursson
Jorge Mendes: Ronaldo er besti leikmaður sögunnar
Mynd: Getty Images
Ofurumboðsmaðurinn Jorge Mendes var ekki meðal viðstaddra á Ballon d'Or verðlaunaafhendingunni sem fór fram fyrr í kvöld. Meðal skjólstæðinga hans eru Cristiano Ronaldo, Jose Mourinho og Joao Felix.

Lionel Messi var kjörinn bestur og endaði Ronaldo í þriðja sæti. Messi er þar með búinn að vinna Gullknöttinn sex sinnum og Ronaldo fimm sinnum.

Mendes var spurður út í úrslit kjörsins eftir að niðurstaðan var kynnt í París.

„Cristiano er besti leikmaður sögunnar og þið vitið það," sagði Mendes við fréttamenn í Mílanó.

Ronaldo er bestur á Ítalíu en hann skoraði 22 mörk og lagði 11 upp í 33 leikjum á síðustu leiktíð. Aðeins er talið frammistöður leikmanna í keppnum innan Ítalíu.

Fabio Quagliarella hlaut nafnbótina besti sóknarmaður ársins og endaði markahæstur í Serie A með 26 mörk.

Gran Gala del Calcio:
Bestur: Cristiano Ronaldo (Juventus)
Besti U21 leikmaðurinn: Nicoló Zaniolo (Roma)
Besti sóknarmaðurinn: Fabio Quagliarella (Sampdoria)
Besti miðjumaðurinn: Sergej Milinkovic-Savic (Lazio)
Besti varnarmaðurinn: Kalidou Koulibaly (Napoli)
Besti markvörðurinn: Samir Handanovic (Inter)
Athugasemdir
banner
banner