Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 02. desember 2020 12:17
Elvar Geir Magnússon
Hinn 17 ára Musiala fær mikið lof eftir gærkvöldið
Musiala í leiknum í gær.
Musiala í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
„Buenísima impresión” sagði spænski fótboltalýsandinn Alvaro Benito þegar hann lýsti frammistöðu hins 17 ára Jamal Musiala fyrir Bayern München gegn Atletico Madrid í gær.

Leikurinn endaði 1-1 en sóknarmiðjumaðurinn Musiala lék þarna sinn fyrsta byrjunarliðsleik í Meistaradeildinni. Bayern var öruggt með toppsæti riðilsins og gat gefið ungum leikmönnum tækifæri.

Musiala er yngsti leikmaður sem hefur spilað deildarleik fyrir Bayern München. Hann var þá 17 ára og 115 daga. 90 dögum eftir þann leik varð hann yngsti markaskorari í sögu Bayern.

Musiala spilar fyrir enska U21 landsliðið en hann er uppalinn á Englandi en á nígerískan föður og þýska móður. Hann var í akademíu Chelsea en fór til Bayern á síðasta ári.

„Musiala lét til sín taka í leiknum, þrátt fyrir að þetta hafi að stórum hluta verið varalið Bayern þá var þetta aðallið Atletico. Musiala var virkilega góður í leiknum, framúrskarandi," segir Sid Lowe, blaðamaður Guardian, sem var á leiknum.

„Hann greip auga manns snemma leiks, hávaxinn og grannur. Það mátti sjá öryggi og mýkt í hreyfingum hans. Hann átti gabbhreyfingu og góða sendingu sem skapaði færir fyrir Leroy Sane snemma leiks en Sane nýtti það ekki. Með snöggum fótahreyfingum fór hann framhjá Mario Hermoso en skot hans fór rétt framhjá nærstönginni."

„Hann var annar af tveimur miðjumönnum en var hreyfanlegur. Það var hugsun á bak við hverja snertingu og ákvörðun. Heppnaðar sendingar hans voru 92% en ekki af því að hann tók auðveldasta kostinn. Hann átti líka nauðsynlegar tæklingar, góð hlaup og hann gaf allt í þetta," Lowe.

Hansi Flick, stjóri Bayern, hrósaði Musiala eftir leikinn en sagði að það mætti ekki gleymast að hann er bara sautján ára. „Hann hefur enn margt sem hann getur bætt en hann er með gæði, góður einn gegn einum og það er erfitt að ná boltanum af honum. Við erum öll stolt af honum en við verðum að fara varlega með hann," segir Flick.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner