Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
   þri 02. desember 2025 15:07
Elvar Geir Magnússon
Heiða Ragney til Eskilstuna (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Heiða Ragney Viðarsdóttir hefur yfirgefið Íslands- og bikarmeistara Breiðabliks og gert tveggja ára samning við sænska félagið Eskilstuna United.

Eskilstuna vann sænsku B-deildina í sumar og leikur því aftur með deild þeirra bestu.

Heiða, sem er 30 ára, var í Breiðabliki í tvö ár en hún er uppalin hjá Þór/KA og lék einnig með Stjörnunni. Á liðnu tímabili skoraði hún fjögur mörk í 22 leikjum með Breiðabliki.

Hún var í fyrra valin í íslenska A-landsliðshópinn fyrir vináttulandsleiki við Bandaríkin en kom ekki við sögu.

Athugasemdir
banner
banner