Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 03. apríl 2020 11:03
Magnús Már Einarsson
Maguire biður leikmenn Man Utd um að gefa laun á sjúkrahús
Harry Maguire.
Harry Maguire.
Mynd: Getty Images
Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, hefur sent skilaboð á liðsfélaga sína og komið með þá tillögu að þeir gefi 30% af launum sínum til góðgerðarmála á næstu vikum á meðan kórónaveiran gengur yfir.

Maguire vill að leikmenn gefi 30% af launum sínum til að hjálpa sjúkrahúsum í Manchester.

Samkvæmt frétt Mirror eru leikmenn United fylgjandi þessari hugmynd.

Maguire kom með tillöguna eftir að hafa fundað með Ed Woodward, framkvæmastjóra Manchester United.

Manchester United er eitt ríkasta félag í heimi og leikmenn liðsins þurfa því ekki að taka á sig launalækkanir vegna kórónuveirunnar líkt og leikmenn hjá mörgum öðrum félögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner