Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 03. apríl 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Neymar gaf tæpa milljón í baráttunni gegn veirunni
Neymar hefur skorað 69 mörk í 80 leikjum með PSG.
Neymar hefur skorað 69 mörk í 80 leikjum með PSG.
Mynd: Getty Images
Brasilíski framherjinn Neymar hefur bæst í hóp þeirra stórstjarna sem leggja góðgerðarstarfsemi lið í baráttunni gegn kórónuveirunni með styrkjum.

Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og Kylian Mbappe eru meðal þeirra ofurstjarna sem hafa gefið vænar upphæðir til hinna ýmsu góðgerðarstofnanna eða í sumum tilfellum beint til heilbrigðisyfirvalda og spítala.

Neymar gaf tæplega 900 þúsund evrur til UNICEF í Brasilíu og góðgerðarsamtaka sem listamaðurinn Luciano Huck setti á laggirnar.

Stórstjarnan framkvæmdi þetta í upphafi vikunnar en gerði það hljóðalaust. Brasilíska fréttakonan Chris Flores greindi frá þessu í gær eftir að kollegar hennar höfðu fengið veður af gjörðum Neymar og rannsakað málið.

Neymar leikur fyrir Paris Saint-Germain og er meðal launahæstu knattspyrnumanna heims. Hann er 28 ára gamall og á 101 landsleik að baki fyrir Brasilíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner