Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 03. maí 2020 17:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ancelotti: Milan þarf að varast lélega þjálfara, ekki erlenda
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti kom fyrir í beinni útsendingu hjá ítalska fréttamanninum Carlo Pellegatti og var spurður út í Ralf Rangnick, yfirmann íþróttamála hjá Red Bull (Leipzig og Salzburg).

AC Milan hefur verið orðað við Rangnick að undanförnu og hefur Ancelotti, sem vann mikið hjá Milan bæði sem leikmaður og þjálfari, jákvætt álit á Þjóðverjanum þrátt fyrir efasemdir frá stuðningsmönnum.

Rangnick er sagður vera búinn að samþykkja samning hjá Milan þar sem hann mun ekki vera yfirmaður íþróttamála, heldur aðalþjálfari liðsins.

Fregnir frá Ítalíu herma að þjálfarinn verji sex tímum á dag til að læra ítölsku fyrir flutninginn. Stuðningsmenn Milan hafa áhyggjur að tungumálakunnáttan muni flækjast fyrir Rangnick í nýju starfi, en félagið hefur verið í bullandi þjálfarabasli síðan Max Allegri hætti störfum 2014. Níu mismunandi þjálfarar hafa stýrt Milan síðan þá.

„Ég hitti Rangnick þegar ég þjálfaði í Þýskalandi. Ég þekki ekki aðferðafræði eða leikstílinn hans en ég hef heyrt að hann er ástfanginn af aðferðunum sem Sacchi beitti hjá Milan," sagði Ancelotti.

„Ég hef heyrt góða hluti um Rangnick. Milan þarf að varast að ráða lélega þjálfara, ekki erlenda."
Athugasemdir
banner
banner