Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 03. maí 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bjartsýnn á að fá Higuain til River Plate á næsta ári
Higuain, sem verður 33 ára í desember, hefur skorað 63 mörk í 138 leikjum með Juve.
Higuain, sem verður 33 ára í desember, hefur skorað 63 mörk í 138 leikjum með Juve.
Mynd: Getty Images
Það virðist margt benda til þess að Argentínumaðurinn Gonzalo Higuain muni ljúka atvinnumannaferli sínum í heimalandinu, með stórveldinu heimsfræga River Plate.

Higuain hefur verið hjá fjölskyldu sinni í Argentínu undanfarnar vikur og gæti flutt aftur til heimalandsins þegar samningur hans við Juventus rennur út á næsta ári.

„Þetta er hans ákvörðun og við vonum það besta. Eins og staðan er í dag þá vill hann virða samning sinn við Juve, við munum skoða stöðuna betur þegar nær dregur," sagði Enzo Francescoli, yfirmaður íþróttamála hjá River og fyrrum leikmaður Cagliari og Torino.

„Það er mikilvægt fyrir okkur að leikmaður eins og Gonzalo vilji koma aftur og spila fyrir uppeldisfélagið. Það er alltaf gaman þegar goðsögn hjá félaginu langar að koma aftur og klæðast treyjunni á ný.

„Hann er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur. Hann ólst upp hérna og pabbi hans spilaði líka fyrir River."

Athugasemdir
banner
banner
banner