Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 03. maí 2020 13:30
Ívan Guðjón Baldursson
Braut Rojo reglur um samkomubann? - Reykjandi í póker
Mynd: Getty Images
Marcos Rojo er nýjasti atvinnumaðurinn í knattspyrnu til að eiga yfir höfði sér væna sekt fyrir að brjóta reglur um samkomubann.

Rojo er samningsbundinn Manchester United en leikur að láni hjá Estudiantes í heimalandinu. Rojo er því staddur í Argentínu á meðan kórónuveirufaraldurinn ríður yfir og birti bróðir hans, Franco Rojo, afar umdeilt myndband á Instagram í gærkvöldi.

Í myndbandinu sést Rojo vera að reykja sígarettu og spila spil með fjölskyldu og vinum. Myndskeiðinu var eytt út af Instagram skömmu eftir birtingu og ekki er ljóst hvort um gamalt myndband sé að ræða eða ekki.

Ef myndbandið var tekið upp nýlega getur Rojo búist við vænni sekt fyrir að brjóta reglur um samkomubann.

Í myndbandinu sjást fleiri en tíu manneskjur á sama svæði. Enginn er með grímu eða hanska og þá er enginn að virða tveggja metra regluna.
Athugasemdir
banner
banner
banner