Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 03. maí 2020 19:30
Brynjar Ingi Erluson
Evra ræðir uppvaxtarárin - Þurfti að betla sér til matar
Patrice Evra
Patrice Evra
Mynd: Getty Images
Patrice Evra, fyrrum leikmaður Manchester United og franska landsliðsins, var í afar áhugaverðu viðtali í hlaðvarpsþætti United en þar ræddi hann opinskátt um erfiðleika á uppvaxtarárunum í París.

Evra var 18 ára gamall er hann samdi við Mónakó en hann komst með liðinu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 2004 er liðið tapaði fyrir Porto í úrslitum.

Árið 2006 var hann seldur til Manchester United þar sem hann gerði garðinn frægan. Hann vann tíu titla, þar af ensku úrvalsdeildina fimm sinnum og Meistaradeildina einu sinni áður en hann yfirgaf félagið árið 2014.

„Ef ég á að vera hreinskilinn þá átti ég erfiða æsku því ég átti svo mörg systkini, þannig það var ekki auðvelt að búa á götunni," sagði Evra.

„Ég var í París en bjó á götunni og stundum átti maður ekki pening fyrir mat. Ég man að Dominique (bróðir Evra) var að vinna á McDonald's og ég fór þangað í hádeginu og hann gaf mér hádegismatinn sinn."

„Ég er óhræddur við að segja frá því að ég betlaði pening fyrir framan búðir. Ég spurði fólk oft um eina evru og stundum gaf fólkið mér pening og stundum ekki. Ég vildi bara kaupa mér eina samloku."

„Þetta var erfiður tími en samt ánægjulegur tími. Ég var alltaf ánægður og mér hefur alltaf liðið þannig að heppnin sé með mér í liði. Ég myndi ekki breyta neinu því þetta gerði mig að manninum sem ég er í dag."

„Sumt fólk horfir bara á lokaniðurstöðuna. Það sér bara ofurstjörnuna í sjónvarpinu en ég lærði svo mikið af því að búa á götum Parísar og það hjálpaði mér og þá sérstaklega eftir HM þegar ég var fyrirliði Frakklands."

„Það var fullt af fólki að kenna mér um en ég var sterkur því ég vissi að það voru töluvert erfiðari tímar þegar ég bjó á götunni, heldur en þegar fjölmiðlar voru að tala um mig,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner