Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 03. maí 2020 23:19
Brynjar Ingi Erluson
Heynckes: Verðmiðinn á Sane ekki réttlætanlegur
Leroy Sane gæti farið til Bayern
Leroy Sane gæti farið til Bayern
Mynd: Getty Images
Jupp Heynckes, fyrrum þjálfari Bayern München, segir að Leroy Sane sé ekki 88 milljón punda virði en þýska félagið hefur verið í viðræðum við Manchester City um kaup á leikmanninum.

Sane var nálægt því að ganga í raðir Bayern síðasta sumar áður en hann meiddist á hné en þýska félagið ætlar að reyna aftur við hann í sumar.

Manchester City vill 88 milljón punda fyrir hann en Heynckes, sem vann þrennuna með Bayern árið 2013, segir að Sane sé ekki þess virði.

„Hann hefur ekki tekið skrefið í að verða alger topp leikmaður að mínu mati. Hann er þessi leikmaður sem er á krossgötum. Mun hann halda áfram að reyna að bæta sig eða verður hann bara afar hæfileikaríkur leikmaður?" sagði og spurði Heynckes.

„Hann verður að vera tilbúinn í að taka næsta stóra skrefið því það gengur ekkert að sýna snilli sína bara af og til. Mér finnst verðmiðinn á honum ekki réttlætanlegur," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner