Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 03. maí 2020 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Davíð Snær Jóhannsson (Keflavík)
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Arnór Gauti Jónsson.
Arnór Gauti Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Baldur Logi Guðlaugsson.
Baldur Logi Guðlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frans Elvarsson.
Frans Elvarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Adam Pálsson.
Adam Pálsson.
Mynd: Keflavík
Davíð Snær Jóhannsson er fæddur árið 2002 en þrátt fyrir það lék hann tíu leiki með Keflavík í Pepsi-deildinni sumarið 2018.

Í fyrra lék hann svo átján leiki og skoraði þrjú mörk með Keflavík í næstefstu deild. Davíð á hvorki meira né minna en 40 yngri landsliðsleiki að baki og í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Davíð Snær Jóhannsson

Gælunafn: Dave

Aldur: 17

Hjúskaparstaða: Lausu.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Kom inná á móti KR þegar ég var 15 ára.

Uppáhalds drykkur: Pepsi

Uppáhalds matsölustaður: Biryani í Keflavík er rosalegur.

Hvernig bíl áttu: Svartur Kia Rio.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Get ekki valið á milli Game of Thrones og Entourage. Báðir virkilega góðir.

Uppáhalds tónlistarmaður: Eins og með þættina þá get ég heldur ekki valið á milli The boss, Bruce Springsteen og Marvin Gaye.

Fyndnasti Íslendingurinn: Bergur Ebbi er hrikalega fyndinn.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Jarðaber og bláber fara alltaf ofan í og svo rúlla ég á þrist, oreo og kökudeigi eftir því hvernig skapi ég er í.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Erum við nokkuð með Zoom fundi spurði Egill Darri mig.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Njarðvík. Þarf ég að segja meira.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Birkir Már Sævarsson

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Ég hef verið mjög heppinn með þjálfara. En ætli Davíð Snorri verði ekki fyrir valinu, tactical genius.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Arnór Gauti í Aftureldingu, honum finnst ekki leiðilegt að meiða.

Sætasti sigurinn: 4-1 sigur á móti Hvít Rússum upp á að fara á EM U17 var geggjað.

Mestu vonbrigðin: Að þurfa að vera með Kristal Mána í herbergi á NM 2018.

Uppáhalds lið í enska: Watford og Man U

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Ég myndi kippa Finn Tómas yfir í bítlabæinn.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Baldur Logi Guðlaugsson, frábær leikskilningur og verður geggjaðir í sumar eftir að hafa verið að koma til baka eftir krossbandsslit.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Frans Elvarsson, wow.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Ég held við værum allir að ljúga ef við myndum ekki segja Elín Metta.

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: CR7

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Jón Gísli Eyland

Uppáhalds staður á Íslandi: Nettó völlurinn

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Fyrst mér dettur ekki skemmtilegt atvik í hug. Þá hefði það orðið skemmtilegt atvik að spila með pabba en ég spilaði næsta leik eftir að hann hætti.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Hlusta á eitt gott lag

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já ég fylgist mikið með NFL, NBA, Wimbledon og fleira ef eitthvað spennandi er í gangi.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas predator

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Ég tel mig vera frekar solid í skóla. En ég er nánast ósyndur og sund tímarnir voru algjör martröð

Vandræðalegasta augnablik: Vá, mér dettur ekkert í hug í augnablikinu.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Ólafur Guðmunds, Baldur Hannes, Baldur Logi og Helgi Bergmann koma allir til greina. Ætli það yrði ekki bara kastað upp á hver þyrfti að verða útundan.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég vissi nöfnin á öllum fánum heims við fimm ára aldur, nerd alert.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Adam Pálsson. Hélt að hann væri gúmmí-tarzan en er í staðinn algjör fagmaður!

Hverju laugstu síðast: Laug að mömmu að ég ætti ekki diskinn sem var ekki búinn að setja í uppþvottavélina. Hún sá reyndar í gegnum lygina, skellur.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hefðbundin upphitun

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Vakna klukkan 9:30 fæ mér morgunmat. Læri svona til klukkan 1. Borða þá hádegismat og fer svo á æfingu dagsins sem eru hlaup eða gym. Eftir það les ég aðeins í góðri bók eða fer í playstation fram að kvöldmat. Svo er kvöldið bara eftir skapi. Leggst svo á koddan kl 23:30 og er sofnaður kl 00:00
Athugasemdir
banner
banner