Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 03. maí 2020 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Lára Einarsdóttir (Þór/KA)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lára í baráttunni við Pernille Harder.
Lára í baráttunni við Pernille Harder.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Agnes Birta Stefánsdóttir með boltann.
Agnes Birta Stefánsdóttir með boltann.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Karen Nóadóttir.
Karen Nóadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sandra María Jessen og Anna Rakel Pétursdóttir.
Sandra María Jessen og Anna Rakel Pétursdóttir.
Mynd: Mirko Kappes
Lára Einarsdóttir kom inn í lið Þór/KA fyrir tíu árum og hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með Akureyrarliðinu.

Lára á að baki 182 leiki í deild og bikar og skorað í þeim níu mörk. Hún er uppalin í KA og lék á sínum tíma nítján yngri landsliðsleiki. Í dag segir Lára frá hinni hliðinni sinni.

Fullt nafn: Lára Einarsdóttir

Gælunafn: Er vanalega bara kölluð Lára en hef fengið ýmis gælunöfn frá hinum og þessum í gegnum tíðina, t.d. Laríta, Lárus, Larsen, Lárfríður Larsen, Laruska og Lory Lei en sem betur fer hefur ekkert fest sig í sessi.

Aldur: 24 ára

Hjúskaparstaða: Í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2010

Uppáhalds drykkur: Vatn

Uppáhalds matsölustaður: Salatsjoppan í Hámu og Stúdentakjallarinn

Hvernig bíl áttu: Á ekki bíl

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Friends og Big Bang Theory

Uppáhalds tónlistarmaður: Daði Freyr

Fyndnasti Íslendingurinn: Tengdamamma mín er einum of fyndin týpa en hún er samt ekki fyndnari en Venni Páer.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Þrist, smartís og piparfylltan lakkrís

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Flott, beint í páskalamb

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Valur og Breiðablik eru ólíklegir áfangastaðir

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Pernille Harder í Wolfsburg

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Jói og Moli voru geggjað teymi og svo var Donni einstakur líka

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Cloe Lacasse er pirrandi snögg

Sætasti sigurinn: Íslandsmeistaratitlarnir 2012 og 2017

Mestu vonbrigðin: Tap í bikarúrslitum 2013

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Sísí Lára þú ert velkomin norður.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Bjarni Aðalsteinsson í KA er einn efnilegur leikmaður.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Ævar Ingi Jóhannesson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Margrét Árnadóttir

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Steven Gerrard og James Milner eru mínir menn en Messi er samt sá besti frá upphafi.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Agnes Birta á þetta eftir að Sandra María fór

Uppáhalds staður á Íslandi: Í garðinum heima á Akureyri

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Man eftir einu frá 2016, í undanúrslitum í bikarnum við ÍBV í grenjandi rigningu á Þórsvellinum. Í miðjum leiknum flýgur dómari leiksins á hausinn og straujar Írunni liðsfélaga minn í leiðinni. Mér fannst það fyndið.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Tannbursta og stilla vekjaraklukku

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já, ég fylgist mest með handbolta en annars hef ég gaman af flest öllum íþróttum og reyni að fylgjast með eins og ég get.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas X

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Átti smá erfitt með enskuna en google translate hefur komið mér til bjargar.

Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég flæktist í reimunum mínum úti á miðjum velli í leik og svoleiðis flaug á hausinn, enginn nálægt mér og boltinn ekki einu sinni í leik. Tók vandræðalegt hláturskast með Kareni Nóa sem hætti ekki að hlæja að mér.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Tek Söndru Maríu af því bara, Sísí Láru til að passa uppá að öllum líði vel og Önnu Rakel til að peppa mig að finna leið til að koma okkur af eyjunni.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég hef farið holu í höggi í golfi.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Stephany Mayor, hún er frekar feimin en svo er samt algjör púki í henni.

Hverju laugstu síðast: Að ég hafi farið holu í höggi í golfi.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Halda bolta innan liðs og tapa.

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Þessa dagana er ég að klára að skrifa meistararitgerðina mína í sjúkraþjálfun, brýt svo upp daginn með góðri æfingu seinni partinn, oftast útihlaupi eða styrk heima.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner