Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 03. maí 2020 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ítölsk félög mega æfa á morgun
Mynd: Getty Images
Ítalska ríkisstjórnin er búin að skipta um skoðun enn eina ferðina og tilkynnti í dag að ítölsk knattspyrnufélög mega opna æfingasvæði sín og byrja að æfa strax á morgun.

Þau mega þó ekki æfa með hefðbundnum hætti, heldur eru aðeins leyfðar einstaklingsæfingar.

Ef allt gengur vel mun næsta þrepi vera hrint í framkvæmd mánudaginn 18. maí og þá gætu félög byrjað að æfa með hefðbundnara sniði.

28 þúsund manns hafa látið lífið vegna kórónuveirunnar á Ítalíu og eru um 2000 ný smit greind daglega.

Stefnt er að hefja leik í Serie A í seinni hluta júní.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner