Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 03. maí 2020 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lampard: Veiruprófin gætu verið vandamál
Mynd: Getty Images
Frank Lampard ræddi um vandamálin sem hafa skapast í enska knattspyrnuheiminum vegna kórónuveirunnar.

Lampard svaraði spurningu BT Sport með tveggja mínútna myndbandi þar sem hann fór yfir ástandið.

Hann ræddi viðbrögð knattspyrnuheimsins við veirunni og mögulegt framhald úrvalsdeildarinnar og talaði sérstaklega um forgangsröðun á dreifingu kórónuveiruprófa.

„Veiruprófin gætu verið vandamál. Við þurfum minnst 70 til 80 starfsmenn svo ein æfing geti farið fram og þeir munu þurfa að taka veirupróf reglulega," segir Lampard.

„Þegar við horfum á heiminn í kringum okkur þá veit ég ekki hversu mörg próf eru til staðar fyrir heilbrigðisstarfsfólk og aðra sem starfa í fremstu víglínu. Það verður að tryggja að þetta fólk fái algjöran forgang þegar það kemur að veiruprófum, þegar nóg er til fyrir þau getum við byrjað að æfa aftur."
Athugasemdir
banner
banner
banner