Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 03. maí 2020 21:56
Brynjar Ingi Erluson
Leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar gætu neitað að spila
Mynd: Getty Images
Öll félögin í ensku úrvalsdeildinni ætla að ræða við leikmenn um framhaldið og fá þeirra skoðun á því hvort það eigi að klára tímabilið eða ekki en það er Mirror sem greinir frá.

Ekkert hefur verið spila á Englandi í næstum tvo mánuði vegna kórónaveirunnar en mikið hefur verið rætt og ritað um það hvort það eigi að klára tímabilið.

Það eru plön um að klára tímabilið en það verður að öllum gert fyrir luktum dyrum. Þá hefur einnig verið rætt um að spila síðustu umferðirnar í öðrum löndum.

Samkvæmt Mirror þá munu ensku úrvalsdeildarfélögin ræða við leikmennina og fá þeirra skoðun á því hvort það eigi að klára tímabilið eða ekki.

Leikmenn eru hræddir um að velferð sína og að það gæti haft áhrif á fjölskyldur þeirra. Þá er það óvíst hvort leikmenn séu tryggðir fyrir því að smitast af veirunni.

Sergio Aguero, framherji Manchester City og Glenn Murray, framherji Brighton, hafa þegar tjáð sig um ástandið en það hræðir þá að snúa aftur á völlinn.

Bresk stjórnvöld munu uppfæra stöðuna á fimmtudaginn en það ríkir samkomubann á Bretlandseyjum. Talið er líklegt að ríkisstjórnin ákveði að slaka á banninu og myndu leikmannasamtökin og enska úrvalsdeildin sólarhring síðar.
Athugasemdir
banner
banner