Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 03. maí 2020 21:30
Fótbolti.net
Olga Færseth hringdi í U16 þjálfarann
Olga Færseth sá hæfileika í ungum liðsfélaga sínum
Olga Færseth sá hæfileika í ungum liðsfélaga sínum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atvinnukonan Anna Björk Kristjánsdóttir er viðmælandi í nýjasta þætti Heimavallarins. Anna Björk spilaði upp yngri flokkana í sterkum ´89 árgangi í KR og var í skugganum á öðrum leikmönnum framan af. Hún náði þó athygli Olgu Færseth, landsliðskonu og leikmanns meistaraflokks KR, sem benti Jóni Daníel Ólafssyni, þáverandi þjálfara U16 ára landsliðsins á þennan unga liðsfélaga sinn.

„Ég frétti það seint en Olga Færseth hringdi í Jón Óla og benti honum á mig. Ég hafði aldrei verið tekin í æfingahóp og það var ekki tekið eftir mér. Ég frétti það bara fyrir nokkrum árum en þá sagði hann mér að hún hefði hringt og látið vita af mér.“

„Við áttum leik við Grindavík. Jón Óli var að þjálfa þær og setti Önnu Þórunni (Guðmundsdóttur) sem var hörkuleikmaður á móti mér og við vorum að mæta hvorri annarri svolítið. Þá tók hann eftir mér. Ég réði ágætlega við hana og náði að halda henni svolítið niðri og í kjölfarið valdi hann mig í hópinn í fyrsta skipti,“ sagði Anna Björk sem var í kjölfarið valin í U16 og keppti með liðinu á Norðurlandamótinu. Þar spilaði hún alla leiki liðsins í byrjunarliði og var eini leikmaðurinn sem gerði það.

Hlustaðu á Heimavöllinn hér að neðan eða á streymisveitunni þinni.
Heimavöllurinn: Varamaður úr KR keyptur fyrir metupphæð í Hruninu
Athugasemdir
banner