Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 03. maí 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Papu Gomez: Dreymdi alltaf um að spila fyrir stórt félag
Duvan, Papu og Marten.
Duvan, Papu og Marten.
Mynd: Getty Images
Alejandro 'Papu' Gomez hefur verið burðarstólpur Atalanta undanfarin ár og er fyrirliði félagsins.

Atalanta hefur verið að spila glimrandi skemmtilegan sóknarbolta undir stjórn Gian Piero Gasperini og er í fyrsta sinn í sögunni komið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

„Þegar ég ólst upp dreymdi mig alltaf um að spila fyrir stórt félag. Það var hérna hjá Atalanta sem ég tók eftir því að með þessa liðsfélaga og þjálfarateymi gat ég gert þetta að stóru félagi," sagði Gomez á Instagram.

„Ég var nálægt því að skrifa undir hjá Atletico Madrid en allt breyttist með komu Gasperini til félagsins. Tímabilið áður höfðum við spilað 14 eða 15 leiki án sigurs og það var bara allt í lagi, svo kom hann inn og gjörsamlega brjálaðist þegar við töpuðum æfingamóti á undirbúningstímabilinu. Hann breytti hugarfarinu okkar. Hans markmið var ekki að ná í 40 stig til að tryggja sæti í deildinni eins og hafði tíðkast áður, hann breytti markmiðum liðsins og lét okkur stefna hærra."

Gomez er 32 ára gamall og elskar lífið í Bergamó, sem er meðal borga sem hafa komið verst úr kórónuveirufaraldrinum.

„Ég býst við að vera áfram í Bergamó, ég gæti opnað minn eigin fótboltaskóla hérna. Atalanta er með eitt besta unglingastarf í Evrópu svo ég hef mikið að læra hér."
Athugasemdir
banner
banner