Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 03. maí 2020 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Rooney: Morrison var miklu betri en Pogba
Ravel Morrison var eitt mesta efni Bretlandseyja
Ravel Morrison var eitt mesta efni Bretlandseyja
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney, markahæsti leikmaður Englands frá upphafi, skrifar áhugaverðan dálk í Sunday Times í dag en hann segir að Ravel Morrison hafi verið töluvert betri en Paul Pogba.

Morrison er alinn upp hjá Manchester United og var einn mest spennandi leikmaður Bretlandseyja fyrir um það bil áratug síðan en vandræði utan vallar eyðilagði framtíð hans.

Samningur hans við United rann út sumarið 2012 og samdi hann í kjölfarið við West Ham. Ferguson taldi best fyrir Morrison að fara frá Manchester til þess að komast í annað umhverfi til að blómstra en það gekk ekki eftir.

Hann fór þrisvar á lán frá West Ham og kom sér í vandræði á æfingum og utan vallar. Hann var aldrei tilbúinn að leggja mikið á sig og síðan þá hefur hann spilað með Lazio, Östersund og Atlas meðal annars.

Hann er í dag samningsbundinn Sheffield United en er á láni hjá Middlesbrough í B-deildinni. Hann er 27 ára gamall en Rooney segir að hann hafi verið einn sá besti sem hann hefur æft með.

„Ég man eftir því að hafa horft á Ravel Morrison og ég sá að hann tikkaði í öll boxin fyrir leikmann í hans stöðu. Hann klobbaði Nemanja Vidic þrisvar og það á innan við mínútu í einum æfingaleiknum," skrifaði Rooney í Sunday Times.

„Hann átti hins vegar í erfiðleikum með að aðlagast lífstílnum og umhverfi sínu sem er sorglegt því ég fylgdist með Paul Pogba, Jesse Lingard og öllum þessum leikmönnum koma upp úr akademíunni og Ravel var miklu betri en þeir allir."

..Hann er sönnun þess að allir leikmenn verða að fara eftir tilmælum í atvinnumannafótbolta. Horfum á Gary Neville. Hann er ekki frábær fótboltamaður en hann lagði hart að sér á öllum æfingum og reyndi að gera sem mest úr því sem hann hafði."

„Sir Alex Ferguson sagði alltaf að það erfiðasta í lífinu er að leggja hart að sér á hverjum degi. Gleymdu hæfileiknum og öllu öðru en ef þú leggur hart að þér á hverjum degi alveg óháð því hvaða starfi þú gegnir þá nærðu árangri,"
skrifaði Rooney ennfremur í Times.
Athugasemdir
banner