Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 03. maí 2020 14:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sancho: Ungmenni líta upp til Raheem Sterling
Sancho á ellefu leiki að baki fyrir A-landsliðið. Sterling hefur spilað 56 landsleiki.
Sancho á ellefu leiki að baki fyrir A-landsliðið. Sterling hefur spilað 56 landsleiki.
Mynd: Getty Images
Jadon Sancho, ungstirni Borussia Dortmund og enska landsliðsins, hefur miklar mætur á samlanda sínum Raheem Sterling og telur hann vera góða fyrirmynd fyrir æsku landsins.

Sancho og Sterling eiga framtíðina fyrir sér og eru margir Englendingar gríðarlega spenntir að sjá hvað þeir geta afrekað með enska landsliðinu. Sancho er nýlega orðinn tvítugur á meðan Sterling er 25 ára.

„Hann veitir ungum leikmönnum mikinn innblástur og ég upplifði það sjálfur þegar ég var yngri. Hann er frá London og ég er frá London," sagði Sancho.

„Ég er viss um ungmenni í London líta upp til hans. Þau vilja vera eins og hann og vinna til verðlauna einn daginn.

„Starf hans utan vallar er til fyrirmyndar. Hann er mikilvæg rödd í baráttunni gegn kynþáttafordómum. Raheem hefur farið í gegnum erfiðar lífsreynslur og ég tengi mikið við hann. Það er mikilvægt að við sýnum honum stuðning í þessari baráttu."

Athugasemdir
banner
banner
banner