Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 03. maí 2020 11:30
Ívan Guðjón Baldursson
Segja Roberto Martinez vera búinn að framlengja til 2022
Mynd: Getty Images
Belgískir fjölmiðlar eru sammála um að Roberto Martinez sé búinn að framlengja samning sinn við belgíska landsliðið út HM 2022 í Katar.

Mikið hefur verið rætt um framtíð þjálfarans að undanförnu þar sem núverandi samningur hans við Belgíu rennur út í sumar.

Hann átti að stýra Belgíu á EM og sjá svo til með framhaldið en mótið var fært til sumarsins 2021 vegna kórónuveirufaraldursins.

Belgía er í B-riðli Evrópumótsins ásamt Dönum, Finnum og Rússum. Liðið endaði í þriðja sæti á HM 2018 undir stjórn Martinez, sem tók við af Marc Wilmots eftir EM 2016.

Belgar rúlluðu svo upp undanriðli EM 2020 þar sem þeir enduðu með fullt hús stiga. Belgía var með Rússlandi, Skotlandi, Kýpur, Kasakstan og San Marínó í riðli.
Athugasemdir
banner
banner