Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 03. maí 2020 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ziyech: Ég er ekki mikið fyrir félagsást
Ziyech er búinn að skora átta mörk og leggja upp átján í 27 leikjum í deild og Meistaradeild á þessari leiktíð.
Ziyech er búinn að skora átta mörk og leggja upp átján í 27 leikjum í deild og Meistaradeild á þessari leiktíð.
Mynd: Getty Images
Hinn 27 ára gamli Hakim Ziyech gengur í raðir Chelsea í sumar eftir fjögur ár hjá Ajax í Amsterdam.

Ziyech segist vera mjög spenntur fyrir því að klæðast treyju Chelsea en stuðningsmenn geta ekki búist við að hann sýni sérstaklega mikla ást á félaginu, hann er ekki sú týpa.

„1. júlí verð ég leikmaður Chelsea. Ég hugsaði mig ekki tvisvar um þegar tækifærið barst, ég hef engar efasemdir um að þetta sé skref sem ég vill taka," sagði Ziyech við Het Parool.

„Ég hef aldrei verið mikið fyrir félagsást. Eins og að kyssa merkið - ég geri það ekki. Ég er bara ég sjálfur og þykist ekki vera eitthvað annað. Ég verð samt að viðurkenna að Ajax mun alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu. Ajax er orðið mitt félag.

„Það er mikið af góðu fólki í kringum mig í Amsterdam og ég hef myndað einstakar tengingar við Quincy Promes og Dusan Tadic á vellinum."

Athugasemdir
banner
banner
banner