Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 03. maí 2021 20:51
Brynjar Ingi Erluson
Henry: Eigendur Arsenal þurfa að hlusta
Thierry Henry
Thierry Henry
Mynd: Getty Images
Thierry Henry, markahæsti leikmaðurinn í sögu Arsenal, vonast til að eigendur félagsins selji hlut sinn á næstu mánuðum og hlusti á tilboð sænska viðskiptajöfursins Daniel Ek.

Bandaríski viðskiptamaðurinn Stan Kroenke er eigandi Arsenal en stuðningsmenn félagsins vilja hann burt eftir að hann ásamt eigendum ellefu annarra félaga reyndi að stofna ofurdeild í Evrópu.

Ofurdeildin var sett á laggirnar á sunnudegi en slegin af aðeins tveimur dögum síðar. Stuðningsmenn hafa fengið nóg af græðgi eigendanna og vilja að Kroenke selji félagið.

Daniel Ek, stofnandi Spotify, hefur þegar safnað fé til að kaupa félagið en hann hefur sent Kroenke tilboð.

„Þetta er satt. Daniel er stuðningsmaður Arsenal og sagði það ekki bara til að fá athygli. Hann hefur verið stuðningsmaður félagsins í mjög langan tíma," sagði Henry.

„Hann er þegar búinn að ná til Kroenke og tjá honum að hann væri búinn að safna fé til að leggja fram tilboð í félagið. Nú þurfa þeir að hlusta. Mikið af fólki hefur kallað eftir því að þeir selji félagið og við erum að reyna bjóða lausn sem hjálpar okkur að fá gamla góða Arsenal til baka."

„Það þarf auðvitað að ræða málin en hann er alla vega búin að hafa samband. Þetta verða langar viðræður og alls ekki auðveldar, ef það mun eiga sér stað á annað borð. Ég veit bara að Daniel mun ekki gefa sig og hann mun bíða og sjá hvort þeir vilji selja félagið,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner