Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 03. maí 2021 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hverjar verða bestar í Pepsi Max-deild kvenna?
Elín Metta Jensen.
Elín Metta Jensen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pepsi Max-deild kvenna byrjar að rúlla núna á morgun. Spennan er gríðarleg.

Það var hitað vel upp á Heimavellinum. Aníta Lísa, knattspyrnuþjálfari, og Karólína Jack, leikmaður Fylkis, mættu á Heimavöllinn í lokaupphitun fyrir deildina.

Þær fengu spurninguna hvaða fimm leikmenn yrðu bestar í deildinni í sumar.

„Þetta var erfitt. Við erum búin að missa margar landsliðskonur í atvinnumennsku. Það er auðveldast að setja þetta á Elínu Mettu og Öglu Maríu. Maður setur kröfu á þær," sagði Aníta Lísa og bætti við:

„Maður trúir því að Natasha (Moraa Anasi) verði einnig frábær."

„Ég held að (Áslaug) Munda komi líka sterk þarna inn. Bryndís (Arna Níelsdóttir) í Fylki líka. Hún er ótrúlega góð í fótbolta," sagði Karólína en Bryndís er fædd 2003.

Hægt er að hlusta á allan þáttinn hér að neðan.
Heimavöllurinn: Lúxus fyrirpartý fyrir Pepsí Max
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner