Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 03. maí 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Keane vonast til að Cavani verði ekki áfram
Verður Cavani áfram?
Verður Cavani áfram?
Mynd: EPA
Það bárust fréttir í vikunni um að Edinson Cavani yrði áfram hjá Manchester United.

Cavani er 34 ára gamall og rennur út á samningi í sumar. Hann var orðaður sterklega við Boca Juniors þar sem hann var talinn ekki vilja vera áfram í Manchester.

Sú skoðun hans hefur breyst eftir gott gengi Rauðu djöflanna. Cavani hefur verið í stuði að undanförnu og átti stórleik í 6-2 sigri gegn Roma í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í vikunni.

Cavani er kominn með fimm mörk í síðustu fimm leikjum með Man Utd eftir að hafa aðeins gert sjö mörk í fyrstu 28 leikjunum.

Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, vonast til þess að félagið haldi ekki Cavani.

„Hann er 34 ára. Ef þú ætlar að treysta á að Cavani og stefnir á ða vinna deildartitilinn, gleymdu því," sagði Keane á Sky Sports. „Ég vonast eiginlega til að þeir haldi honum ekki því ef þeir gera það þá hugsa þeir örugglega: 'við þurfum ekki annan'."
Athugasemdir
banner
banner
banner