Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 03. júlí 2018 11:00
Magnús Már Einarsson
Andri Rúnar spáir í leik Svíþjóðar og Sviss
Andri Rúnar Bjarnason.
Andri Rúnar Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Fyrri leikur dagsins í 16-liða úrslitunum á HM er leikur Svíþjóðar og Sviss klukkan 14:00.

Svíar hafa komið þónokkuð á óvart á mótinu og spurning er hvað þeir gera gegn sterku liði Sviss í dag.

Fótbolti.net fékk Andra Rúnar Bjarnason, framherja Helsinborg í Svíþjóð, il að rýna í leikinn.

Svíþjóð 2 - 0 Sviss
Sviss hafa sýnt ágætis hluti í þessari keppni en þeir lenda því miður á vegg hér. Það er ekki að fara að hjálpa þeim að missa 2 úr öftustu línu í leikbann.

Svíarnir eru að spila hrikalega vel og mikil bjartsýni í landinu. Það er unun að horfa á þá í sínu 442 kerfi. Minn maður Granqvist er að fara að halda hreinu og setja sitt þriðja mark í keppninni og Marcus Berg setur hitt.
Athugasemdir
banner
banner