Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 03. júlí 2018 12:58
Magnús Már Einarsson
Byrjunarlið Svíþjóðar og Sviss: Byrjar þó barn sé á leiðinni
Andreas Granqvist er á sínum stað í vörn Svía.
Andreas Granqvist er á sínum stað í vörn Svía.
Mynd: Getty Images
Svíþjóð og Sviss mætast klukkan 14:00 í næstsíðasta leiknum í 16-liða úrslitum HM. Leikurinn er sýndur beint á RÚV.

Svíar gera eina breytingu frá því í 3-0 sigrinum á Mexíkó í lokaleik riðilsins. Gustav Svensson kemur inn fyrir Sebastian Larsson sem er í leikbanni.

Andreas Granqvist er á sínum stað í vörninni þrátt fyrir að Sofie eiginkona hans eigi von á barni. Granqvist og Sofie eiga von á sínu öðru barni en settur dagur er í dag.

Stephan Lichtsteiner og Fabian Schar, varnarmenn Sviss, eru í leikbanni í dag en Michael Lang og Johan Djourou taka stöðu þeirra.

Sigurliðið í þessum leik mætir Englandi eða Kolumbíu í 16-liða úrslitunum á laugardaginn.

Svíþjóð: Olsen - Lustig, Granqvist, Nilsson Lindelöf, Augustinsson - Claesson, Svensson, Ekdal, Forsberg - Berg, Toivonen.
Sviss: Sommer; Lang, Djourou, Akanji, Rodriguez; Behrami, Xhaka; Shaqiri, Dzemaili, Zuber; Drmic.

Athugasemdir
banner
banner
banner