þri 03. júlí 2018 22:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Clattenburg: Rautt spjald á Kólumbíumanninn
Mark Clattenburg.
Mark Clattenburg.
Mynd: Guðmundur Karl
Mark Clattenburg, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni - var eitt sinn besti dómarinn í ensku úrvalsdeildinn, vill meina að Kólumbíumaðurinn Wilmar Barrios hefði átt að fá rautt spjald í leik Kólumbíu og Englands á HM í kvöld.

Leikurinn var í 16-liða úrslitum og fór svo að England hafði betur í vítaspyrnukeppni.

Í fyrri hálfleiknum vakti athygli þegar Wilmar Barrios, leikmaður Kólumbíu, skallaði Jordan Henderson, miðjumann Englands.

Mark Geiger, bandarískur dómari leiksins, gaf Barrios gula spjaldið en Clattenburg, eins og öll enska þjóðin, vildi annan lit á spjaldinu. „England er ekki að fá réttlætinu fullnægt með VAR-kerfinu. Dómarinn sá þetta ekki."

„Varnarmaðurinn setur hausinn í bringuna á Henderson sem er gult spjald. En svo færir hann hausinn upp og það er árásargjörn hegðun."

„Þarna vildi ég sjá dómarann fara og skoða myndband, taka rétta ákvörðun - rautt spjald."



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner