þri 03. júlí 2018 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danskur landsliðsmaður fær morðhótanir
Nicolai Jørgensen.
Nicolai Jørgensen.
Mynd: Getty Images
Danski landsliðsframherjanum Nicolai Jørgensen hafa borist morðhótanir eftir að Danmörk féll úr leik á HM.

Danir féllu úr leik i 16-liða úrslitunum gegn Króatíu eftir vítaspyrnukeppni. Jørgensen klúðraði fimmtu og síðustu vítaspyrnu Danmerkur.

Jørgensen hefur fengið mikinn skít yfir sig eftir vítaspyrnuklúðrið. Á samfélagsmiðlum bárust honum morðhótanir og var hann kallaður öllum illum nöfnum.

Danska knattspyrnusambandið kallar eftir því að þetta hætti samstundis.

„STOPP. Samfélag okkar má aldrei samþykkja morðhótanir - ekki gegn HM stjörnum, stjórnmálamönnum eða einhverjum öðrum," sagði í yfirlýsingu danska knattspyrnusambandsins sem ætlar með málið til lögreglu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner