Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 03. júlí 2018 13:51
Elvar Geir Magnússon
Fer Pope í mark Englands ef leikurinn fer í vítakeppni?
Pope hress og kátur á landsliðsæfingu.
Pope hress og kátur á landsliðsæfingu.
Mynd: Getty Images
Það er eins og enskir fjölmiðlar geri ráð fyrir því að leikur Kólumbíu og Englands í 16-liða úrslitum HM í kvöld endi í vítaspyrnukeppni. Um fátt er annað rætt en hvernig England muni bregðast við eftir 120 mínútur ef staðan er enn jöfn.

Sjá einnig:
Englendingar hafa lagt mikla áherslu á að æfa víti

Ekkert lið er með lakari árangur þegar kemur að vítaspyrnukeppnum á stórmótum eins og England.

Mirror telur mögulegt að þriðji markvörður Englands, Nick Pope hjá Burnley, muni vera settur inn ef það stefnir í vítaspyrnukeppni. Sagt er að Pope hafi heillað á æfingum þegar kemur að því að verja víti en hann er með besta hlutfall markvarða Englands þegar kemur að þessum þætti.

Aðalmarkvörður Englendinga, Jordan Pickford, hefur varið þrjú af þeim 25 vítum sem hann hefur mætt í meistaraflokksbolta. Pope hefur varið þrjú af 13. Pope (1,91) er aðeins hávaxnari en Pickford (1,85).

Eftirminnilegt er þegar Louis van Gaal, þá þjálfari Hollands, setti varamarkvörðinn Tim Krul í markið rétt fyrir vítaspyrnukeppni gegn Kosta Ríka í 8-liða úrslitum á HM 2014. Krul reyndist hetjan og Holland fór áfram.

Pope varði víti frá Joselu, sóknarmanni Newcastle, í febrúar. Eftir leikinn sagði hann:

„Ég kynni mér vítaskytturnar lítillega fyrir leiki. Þegar á hólminn er komið velur þú horn og stendur við það. Ég gerði það og sem betur fer giskaði ég rétt," sagði Pope í viðtali eftir leikinn.

Pope spilaði 35 leiki fyrir Burnley á síðasta tímabili og hélt marki sínu hreinu ellefu sinnum. Alls átti hann 114 markvörslur.
Er Arne Slot rétti maðurinn fyrir Liverpool?
Athugasemdir
banner
banner
banner