Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 03. júlí 2018 12:00
Magnús Már Einarsson
Föður Obi Mikel var rænt fyrir leikinn við Argentínu
Skelfileg lífsreynsla.
Skelfileg lífsreynsla.
Mynd: Getty Images
John Obi Mikel, fyrirliði Nígeríu, fékk skelfilegar fréttir fjórum klukkutímum fyrir leikinn mikilvæga gegn Argentínu á HM í síðustu viku. Obi Mikel var þá tilkynnt að faðir hans hefði verið rænt.

Pa Michael Obi, faðir Obi Mikel, var rænt þegar hann var á leið í jarðarför í heimalandi sínu. Mannræningjarnir gáfu upp númer og þegar Obi Mikel hringdi í það var honum sagt að borga lausnargjald.

Lögreglan náði að losa Pa Michael úr haldi mannræningjanna í gær en hann er nú á spítala eftir að hafa meiðst í átökum við ræningjana.

Obi Mikel hefur sjálfur tjáð sig um atburðinn en föður hans var einnig rænt árið 2011.

„Ég spilaði á meðan faðir minn var í haldi ræningja. Ég var andlega brotinn og þurfti að taka ákvörðun um það hvort ég væri andlega klár í að spila. Ég var ringlaður," sagði Obi Mikel í dag.

„Ég vissi ekki hvað ég ætti að gera en á endanum vissi ég að ég gæti ekki valdið 180 milljónum manna í Nígeríu vonbrigðum. Ég þurfti að koma þessu úr höfðinu og spila fyrir þjóð mína. Ég gat ekki einu sinni sagt þjálfurunum eða starfsfólki landsliðsins frá þessu. Einungis mjög náinn hópur vina vissi af þessu."

„Það var sagt við mig að faðir minn yrði skotinn ef ég myndi tilkynna þetta til yfirvalda eða segja einhverjum frá. Ég vildi ekki ræða þetta við þjálfarann (Gernot Rohr) því ég vildi ekki láta þetta trufla hann eða aðra í liðinu sama dag og við áttum svona mikilvægan leik. Ég vildi ræða þetta við þjálfarann en ég gat það ekki."

„Sem betur fer var föður mínum sleppt síðdegis á mánudag. Ég þakka lögreglunni fyrir að bjarga honum og ég vil þakka vinum og fjölskyldu fyrir stuðninginn. Því miður er faðir minn núna á sjúkrahúsi þar sem hann fær meðhöndlun vegna meiðsla sem hann varð fyrir þegar honum var rænt."

Athugasemdir
banner
banner
banner