Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 03. júlí 2018 12:49
Magnús Már Einarsson
Framherji danska landsliðsins fær morðhótanir
Mynd: Getty Images
Nicolai Jörgensen, framherji danska landsliðsins, hefur fengið morðhótanir eftir að hann klikkaði á vítaspyrnu gegn Króatíu í 16-liða úrslitum HM um helgina. Morðhótanirnar hafa verið sendar á Facebook og Instagram síðu hans.

Jörgensen, sem spilar með Feyenoord, klikkaði á vítaspyrnu í vítaspyrnukeppni. Þrír leikmenn danska liðsins klikkuðu en Jörgensen var sá síðasti sem fór á punktinn.

Danska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt hótanirnar til lögreglu.

„Stopp. Samfélagið okkar á aldrei að samþykkja morðhótanir. Ekki gegn HM stjörnum, stjórnmálamönnum eða öðrum," sagði danska knattspyrnusambandið í yfirlýsingu á Twitter.

„Þetta er algjörlega óásættanlegt og óviðeigandi. Við ætlum að tilkynna þetta til lögreglu til að enda þetta brjálæði."
Athugasemdir
banner
banner
banner