Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 03. júlí 2018 20:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM: England stóðst hindrunina og mætir Svíþjóð næst
Er fótboltinn að koma heim?
Mynd: Getty Images
Pickford var hetja Englands.
Pickford var hetja Englands.
Mynd: Getty Images
Kólumbía 1 - 1 England (England vann 4-3 í vítakeppni)
0-1 Harry Kane ('57 , víti)
1-1 Yerry Mina ('90 )

England er komið áfram í 8-liða úrslitin á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi eftir sigur á Kólumbíu í kvöld. Leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni.

Leikurinn var mikil barátta og átti dómarinn í nógu að snúast. Mikið var kvartað og veinað og fékk fótboltinn ekki almennilega að njóta sín oft á tíðum.

England byrjaði leikinn betur og var íviði sterkari í fyrri hálfleik þrátt fyrir að skapa sér ekki mörg færi. Það athyglisverðasta í fyrri hálfleik var þegar leikmaður Kólumbíu skallaði Jordan Henderson og fékk fyrir það gult spjald.

Á 57. mínútu dró til tíðinda þegar England fékk vítaspyrnu. Brotið var á Harry Kane innan teigs. Kane steig auðvitað sjálfurá punktinn og skoraði hann af miklu öryggi, 1-0 fyrir England.

Englendingar féllu aftar á völlinn eftir markið og var þeim refsað fyrir það, en það gerðist ekki fyrr en í uppbótartíma. Eftir skot langt utan a velli sem Jordan Pickford hafði varið frábærlega fékk Kólumbía hornspyrnu. Úr hornspyrnunni jafnaði miðvörðurinn Yerry Mina og mikill fögnuður braust út hjá Kólumbíumönnum.

Jafntefli staðan eftir 90 mínútur og framlenging fyrir stafni. Til að gera langa sögu stutta þá gerðist afskaplega lítið í framlengingunni og staðan enn jöfn að henni lokinni.

Þá var komið að vítaspyrnukeppni. Vítakeppnir hafa ekki farið vel með Englendinga í síðustu stórmótum en það gekk betur í kvöld.

Vítaspyrnukeppnin:
1-0 Falcao skoraði
1-1 Harry Kane skoraði
2-1 Juan Cuadrado skoraði
2-2 Marcus Rashford skoraði
3-2 Luis Muriel skoraði
3-2 Jordan Henderson klúðraði
3-2 Mateus Uribe klúðraði
3-3 Kieran Trippier skoraði
3-3 Carlos Bacca klúðraði
3-4 Eric Dier skoraði

Hvað þýða þessi úrslit?
England er komið í 8-liða úrslitin á HM og mætir þar Svíþjóð um helgina.
Athugasemdir
banner
banner
banner