Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 03. júlí 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
James Rodriguez líklega með gegn Englandi
James var maður leiksins gegn Póllandi.
James var maður leiksins gegn Póllandi.
Mynd: FIFA
Jose Pekerman, landsliðsþjálfari Kólumbíu, segir meiðsli James Rodriguez ekki vera alvarleg. Þetta er mikill léttir fyrir Pekerman sem var áhyggjufullur vegna James fyrir helgi.

James meiddist á kálfa er Kólumbía lagði Senegal að velli í síðustu umferð riðlakeppninnar og var búist við að hann myndi missa af leiknum gegn Englandi í útsláttarkeppni.

James, 26 ára sóknartengiliður, er algjör lykilmaður í liði Kólumbíu og hefur skorað 21 mark í 66 landsleikjum.

James lék fyrir Porto og var kominn til Mónakó þegar hann braust fram í sviðsljósið á HM 2014 í Brasilíu og var markahæsti maður mótsins. Real Madrid keypti hann í kjölfarið og nú er hann mikilvægur hlekkur í gríðarlega sterku liði Bayern München.

„James er búinn að fara í myndatöku og það er allt í lagi með hann. Hann er í kappi við tímann til að ná leiknum á morgun, það eru góðar líkur að hann verði með," sagði Pekerman á fréttamannafundi í gær.

Kólumbía mætir Englandi í kvöld og er Luis Muriel líklegur til að taka stöðu James í byrjunarliðinu.
Athugasemdir
banner