banner
   þri 03. júlí 2018 10:30
Magnús Már Einarsson
Janne Andersson: Betra að vera skrímsli en virka dauður
Janne Andersson er líflegur á hliðarlínunni.
Janne Andersson er líflegur á hliðarlínunni.
Mynd: Getty Images
Janne Andersson, landsliðsþjálfari Svía, hefur vakið athygli á HM fyrir líflega framkomu á hliðarlínunni. Andersson virkar oft mjög reiður en hann lét meðal annars reiði sína bitna á starfsfólki þýska landsliðsins eftir 2-1 tap í riðlakeppninni.

Í Svíþjóð hafa verið gerðar skopmyndir af Andersson á hliðarlínunni.

„Ég verð ekki reiður ef fólki gerir grín að þessu. Ég tel að ég hafi átt rétt á að vera reiður í öll þessi skipti," sagði Andersson.

„Ég viðurkenni samt að ég er ekki alltaf stoltur þegar ég sé myndir af mér þar sem ég er eins og skrímsli. Það væri hins vegar verra ef ég myndi standa þarna og líta út eins og ég væri dauður. Þetta er bara mín leið."

Andersson á eflaust eftir að láta í sér heyra klukkan 14:00 í dag þegar Svíþjóð mætir Sviss í 16-liða úrslitum HM.
Athugasemdir
banner
banner
banner