Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 03. júlí 2018 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kane og Pickford bestir að mati lesenda BBC
Fimm bestu menn Englands í kvöld að mati lesenda BBC.
Fimm bestu menn Englands í kvöld að mati lesenda BBC.
Mynd: Skjáskot - BBC
BBC, breska ríkisútvarpið, stóð fyrir einkunnagjöf fyrir lesendur sína á meðan leikur Englands og Kólumbíu stóð yfir.

Leikurinn fór í vítaspyrnukeppni en þar voru það Englendingar sem höfðu betur.

Besti maður Englands í kvöld samkvæmt einkunngjöf lesenda var Harry Kane, sem skoraði sitt sjötta mark á HM - hann er markahæsti maður mótsins. Stutt á eftir honum er markvörðurinn Jordan Pickford sem varði vítaspyrnu í vítaspyrnukeppninni og varði ótrúlega undir lok venjulegs leiktíma.

Harry Maguire er í þriðja sæti og næst koma Kieran Trippier og John Stones.

Slökustu leikmenn Englands voru Dele Alli og Raheem Sterling en Kólumbíumennirnir fá flestir mjög slaka einkunn frá lesendum BBC. Sá hæsti var markaskorarinn Yerry Mina með 5,14.

Einkunnagjöfina má skoða í heild sinni hérna
Athugasemdir
banner