Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 03. júlí 2018 21:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Loksins, loksins vinnur England vítakeppni
Englendingar fögnuðu auðvitað sigrinum vel.
Englendingar fögnuðu auðvitað sigrinum vel.
Mynd: Getty Images
England er komið áfram í 8-liða úrslitin á HM í Rússlandi eftir sigur á Kólumbíu í vítaspyrnukeppni.

Englendingar hafa ekki verið þekktir fyrir það í gegnum tíðina að vinna í vítaspyrnukeppni, þeir tapa þeim oftast. Þetta var fyrsta vítaspyrnukeppnin sem þeir vinna á HM.

1-0 Falcao skoraði
1-1 Harry Kane skoraði
2-1 Juan Cuadrado skoraði
2-2 Marcus Rashford skoraði
3-2 Luis Muriel skoraði
3-2 Jordan Henderson klúðraði
3-2 Mateus Uribe klúðraði
3-3 Kieran Trippier skoraði
3-3 Carlos Bacca klúðraði
3-4 Eric Dier skoraði

Pickford sá fyrsti í 20 ár
Jordan Pickford varði vítaspyrnu Carlos Bacca og óhætt er að segja að hann hafi þaggað niður í mörgum gagrýnisröddum. Pickford er fyrsti enski markvörðurinn í 20 ár sem ver vítaspyrnu á stórmóti. Síðasti markvörðurinn til að verja vítaspyrnu var David Seaman gegn Argentínu á HM 1998.

England tapaði þeirri vítaspyrnukeppni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner