banner
   þri 03. júlí 2018 21:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Southgate: Ég vil ekki fara heim strax
Mynd: Getty Images
„Frábært," voru fyrstu orð Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands, eftir að strákarnir hans lögðu Kólumbíu að velli í vítaspyrnukeppni í 16-liða úrslitunum á HM.

England mun mæta Svíþjóð í 8-liða úrslitunum um helgina.

„Við áttum skilið að fara áfram. Við spiluðum mjög vel í 90 mínútur og sýndum þrautseigju að koma til baka eftir mikil vonbrigði. Ég verð að hrósa leikmönnunum og starfsliðinu."

„Vítaspyrnukeppnir eru erfiðar. Við erum búnir að tala lengi um vítaspyrnukeppnir. Leikmennirnir voru rólegir. Þetta er sérstakt augnablik fyrir okkur."

Southgate er farinn að hugsa um leikinn gegn Svíum. „Ég vil að við höldum áfram. Við höfum ekki náð góðum úrslitum gegn Svíþjóð síðustu ár, við höfum lengi vanmetið þá."

„Ég vil ekki fara heim strax," voru lokaorð Southgate í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner