Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 03. júlí 2019 22:59
Magnús Valur Böðvarsson
4. deild: Óvæntir sigrar hjá KM og Fenri
Flautumark á Seltjarnarnesi
Andri Már Ágústsson (til vinstri) skoraði tvö fyrir Fenri í kvöld
Andri Már Ágústsson (til vinstri) skoraði tvö fyrir Fenri í kvöld
Mynd: Magnús Valur Böðvarsson
Þorkell Þráinsson skoraði eitt marka Ægis
Þorkell Þráinsson skoraði eitt marka Ægis
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
liðsmenn KM unnu afar óvæntan sigur í kvöld
liðsmenn KM unnu afar óvæntan sigur í kvöld
Mynd: úr einkasafni
Sex leikir voru í 4.deild karla í kvöld og nokkur óvænt úrslit litu dagsins ljós. Þar sigraði KM til að mynda mjög óvæntan sigur á Úlfunum og þá sigraði Fenrir óvæntan sigur á Létti. Önnur úrslit voru nokkurn vegin eftir bókinni.

B -riðill
Afar óvænt úrslit áttu sér stað í B riðlinum þegar Knattspyrnufélag Miðbæjarins sigraði lið Úlfanna. Tapið gerir Úlfunum afar slæmt fyrir komandi baráttu um sæti í úrslitakeppnina og gæti reynst afar dýrkeypt þegar uppi er staðið. KM náðu þarna í sinn annan sigur í mótinu en áður höfðu þeir sigrað Afríku.

Í sama riðli sigraði Hvíti Riddarinn öruggan útisigur á Afríku. Hvíti styrkti þarna stöðu sína í 2.sæti í baráttunni um sæti í úrslitakeppnina.

KM 3 - 2 Úlfarnir
1-0 David Jean Ibarra (28')
1-1 Andri Þór Sólbergsson víti (38')
1-2 markaskorara vantar (45')
2-2 Ruben Careton Moreno (60')
3-2 Mghar Idrissi Mustapha (65')
Rauð spjöld Sæmundur Óli Björnsson (80' Úlfarnir) Richard Már Guðbrandsson (83' Úlfarnir)

Afríka 1 - 10 Hvíti Riddarinn
Markaskorara vantar (sendist á [email protected])

C - riðill
Í c riðlinum urðu einnig afar óvænt úrslit þar sem botnlið Fenris sigraði lið Léttis 3-0 en Léttir hafði unnið fyrri leik liðanna 7-0. Í þeim leik skoraði Andri Már Ágústsson þrennu en hann gekk svo í raðir Fenris og skoraði tvö í kvöld

Fenrir 3 - 0 Léttir
1-0 Andri Már Ágústsson (4')
2-0 Andri Már Ágústsson (11')
3-0 Trausti Marel Guðmundsson (92')

D - riðill
Í D riðlinum unnu tvö efstu liðin, heimamenn í Ægi öruggan sigur á KFR 3-0 og Elliðamenn niðurlægðu Kóngana. Í síðasta leiknum mættust Kría og KÁ. Staðan var jöfn 1-1 í háfleik en Kríu menn komust yfir snemma í þeim síðari og allt stefndi í sigur Kríunnar en á 95.mínútu jöfnuðu KÁ menn með síðustu spyrnu leiksins. Úrslitin þýða að KÁ er með 8stig í fjórða sæti en Kría er með 6 stig í 6.sætinu jafnmörg og KFS. Ægir og Elliði virðast vera stinga í efstu tveim sætunum en bæði lið eru með 17 stig.

Ægir 3 - 0 KFR
1-0 Stefan Dabetic
2-0 Ásgrímur Þór Bjarnason
3-0 Þorkell Þráinsson úr víti

Kóngarnir 0 - 13 Elliði
Markaskorara vantar (sendist á [email protected]

Kría 2 - 1 KÁ
0-1 Patrik Atlason víti (16')
1-1 Markaskorara vantar (26')
2-1 Markaskorara vantar (55')
2-2 (95')
Athugasemdir
banner
banner