mið 03. júlí 2019 13:00
Magnús Már Einarsson
Álitsgjafar spá í toppslag Vals og Breiðabliks
Valur - Breiðablik klukkan 19:15 í kvöld
Það verður hart barist þegar toppliðin mætast á Origo-vellinum í kvöld.
Það verður hart barist þegar toppliðin mætast á Origo-vellinum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hverjar verða lokatölur í kvöld?
Hverjar verða lokatölur í kvöld?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur og Breiðablik mætast í toppslag í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld en bæði þessi lið hafa unnið alla sjö leiki sína í deildinni í sumar.

Fótbolti.net fékk nokkra álitsgjafa til að spá í spilin fyrir leikinn í kvöld.



Helena Ólafsdóttir, þjálfari ÍA
Þá er loksins komið að því þessi tvö lið mætist. Ég held að við eigum eftir að fá hörku leik þar sem lögð verður áhersla á góðar varnir hjá báðum liðum og sótt hratt þegar færi gefast. Þetta verður jafnt því bæði lið hafa frábæran mannskap þó Valsliðið hafi auðvitað meiri reynslu innan sinna raða. Spurningin er hvort að það, að Valur hefur spilað þéttar en þær léku í 8 liða úrslitum í bikar á laugardag fyrir norðan situr eitthvað í þeim. Bæði að hafa spilað leikinn og ferðast en á meðan léku Blikar ekki og eru því með auka hvíldardaga. En Valur hefur breidd sem fá lið hafa svo það ætti ekki að skipta máli.
Mér finnst erfitt að spá hver vinnur þennan leik en við eigum eftir að fá mörk því þarna spila margir góðir sóknarmenn. Elín Metta hefur skorað mikið fyrir Val og eins Agla María fyrir Blika ásamt fleirum. Þessi leikur vinnst með einu marki en jafntefli kæmir mér heldur ekki á óvart. Ég vona bara að við fáum góðan fótbolta leik og megi betra liðið vinna.

Andri Yrkill Valsson, Morgunblaðið
Þetta er leikurinn sem allir hafa beðið eftir í deildinni til þessa. Ég held að Valur verði betri aðilinn í leiknum en eigi eftir að verða í erfiðleikum að brjóta skipulag Blika á bak aftur. Liðin munu skora með stuttu millibili og úr verður mikil refskák þar sem enginn vill gera mistök, enda gríðarlega mikið er undir. Ég spái 1-1 og hnífjafnt kapphlaup liðanna um titilinn heldur áfram.

Anna Björk Kristjánsdóttir, landsliðskona
Þetta verður hörkuleikur í dag, eina leiðinlega er að hann er á sama tíma og undanúrslitaleikur HM kvenna en ég vona innilega að fólk mæti á völlinn og sjái tvö frábær liða spila gæða fótbolta. Bæði lið eru búin að vera sjóðheið í sumar og ekki tapað stigi í deild. Hinsvegar eru hvorug liðin í bikarnum og því enn gráðugri að taka stóru dolluna heim. Leikurinn fer held ég rólega af stað en Elín Metta skorar í fyrri hálfleik sem opnar leikinn. Ég spái því að það verður stórmeistarajafntefli 2-2 og Berglind Björg jafnar seint í leiknum og liðin halda áfram að deila toppsætinu.

Atli Sigurjónsson, KR
Þetta verður geggjaður leikur, tvö frábær lið með gríðarlega sterk þjálfarateymi. Ég hugsa að Blikastelpur byrji þetta betur og Selma Sól kemur þeim yfir. En í seinni hálfleik taka Valsarar smám saman völdin og Fanndís og Elín Metta klára þetta 2-1.

Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar
Þessi leikur hefur upp á allt að bjóða til að vera frábær. Þarna mætast tvö lði sem hafa unnið alla leiki og eru efst þegar kemur að mörkum skoruðum og fæstum mörkum fengin á sig. Vonandi á leikurinn eftir að standast væntingar og við fáum að sjá frábæran slag í stærsta leik tímabilsins til þessa. Það munar ekki miklu á liðunum á blaði en heilsan hjá lykilmönnum mun vera lykilatriði. Berglind (Björg Þorvaldsdóttir) kemur líklega til baka og það verður mikill styrkur fyrir Blika sóknarlega. Adda (Ásgerður Baldursdóttir) og Hallbera (Gísladóttir) eru lykilmenn hjá Val. Það má reikna með að þær spili allar en það veltur þó á heilsunni hjá þeim. Í gegnum tíðina hefur þetta ekki alltaf verið góður staður fyrir Blika að heimsækja þar sem þeir hafa einungis unnið einn af síðustu fimm leikjum þarna en ég held þeir nái góðum úrslitum í kvöld.

Hulda Mýrdal Gunnarsdóttir, Heimavöllurinn
Loksins er komin að því. Við erum með 7-8 leikmenn í báðum liðum úr landsliðinu og bæði lið með 21 stig. Er hægt að biðja um meiri veislu? Nei held ekki. Ég býst við fullri stúku og rífandi stemningu. Liðin vilja alls ekki tapa þessum leik svo þetta fer örugglega varfærnislega af stað. Eftir að liðin hafa hrist af sér titringinn verður allt sett í botn. Við fáum veislu. Bæði lið dottin út úr bikarnum, allt undir á Íslandsmótinu. Valsarar eru ennþá með smávegis hroll eftir að hafa tapað fyrir Þór/KA í bikarnum. Blikar nýta sér það og komast yfir með einstaklingsframtaki Öglu Maríu. Þá hrekkur 1000 landsleikjalið Vals í gang og Elín Metta jafnar leikinn. Það er svo skrifað í skýin að Margrét Lára skorar sigurmarkið á 89 mínútu og Valur vinnur 2-1.

Haukur Harðarson, RÚV
Valur vinnur þennan leik 3-0. Valslestin er komin á fulla ferð og við sjáum Elínu Mettu setja tvö á Hlíðarenda í kvöld og Margrét Lára bætir við marki úr víti. Blikar hafa verið tæpir á móti lakari andstæðingum í síðustu umferðum og Valur nær þriggja stiga forskoti á toppnum í kvöld.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner