Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 03. júlí 2019 23:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Kom bakslag hjá Fjollu - Maður veit aldrei hvað okkur dettur í hug"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik gerði í kvöld 2-2 jafntefli við Val í uppgjöri toppliðanna í Pepsi Max-deild kvenna.

Liðin eru nú efst og jöfn á toppnum með 22 stig eftir átta umferðir.

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, var eftir leikinn spurður út í leikmannahópinn og stöðuna á Fjollu Shölu sem er að glíma við meiðsli.

„Það er eitthvað í Fjollu. Allavega 2-3 vikur," sagði Steini eftir leikinn í kvöld.

„Ég veit ekki hvort við ætum að styrkja okkur, það á efrir að koma í ljós. Meiðslin á Fjollu hafa áhrif."

„Andrea (Rán Snæfeld Hauksdóttir) er að fara til Bandaríkjana og Berglind Baldursdóttir. Við skoðum stöðuna og köllum einhverjar til baka úr láni. Við tökum stöðuna á næstu dögum. Maður veit aldrei hvað okkur dettur í hug,"
sagði Steini í restina.
Steini: Hálfleiksræðan virkaði
Athugasemdir
banner
banner
banner