Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 03. júlí 2019 15:30
Elvar Geir Magnússon
Bale baðar sig í sólinni - Fundar með Zidane á mánudag
Bale er í sumarfríi og baðar sig í sólinni.
Bale er í sumarfríi og baðar sig í sólinni.
Mynd: Twitter
Spænskir fjölmiðlar segja að framtíð Gareth Bale muni skírast á mánudag en þá er skipulagður fundur milli hans og Zinedine Zidane, þjálfara Real Madrid.

Velski sóknarleikmaðurinn hefur fallið niður goggunarröðina á Bernabeu og Real Madrid er tilbúið að selja hann í sumar. Madrídarfélagið hefur meðal annars keypt Eden Hazard, Luka Jovic og fleiri leikmenn.

Áhugasöm félög þurfa að reiða fram ansi háa upphæð, bæði til félagsins og í launakostnað, til að krækja í Bale. Þá er leikmaðurinn sagður ánægður með lífið á Spáni og væri til í að klára samning sinn, sem er til 2022.

Meiðsli settu strik í reikninginn hjá Bale á síðasta tímabili og þá hefur samband hans við Zidane verið upp og niður.

Bale er nú í sumarfríi en spennandi verður að sjá hvort nýjar fréttir muni berast af stöðu mála hjá Bale eftir helgi.
Athugasemdir
banner
banner
banner