Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 03. júlí 2019 11:27
Elvar Geir Magnússon
Barcelona býður Arsenal að kaupa Malcom
Malcom.
Malcom.
Mynd: Getty Images
Mirror segir að Arsenal hafi verið boðið að kaupa Malcom frá Barcelona en að enska félagið vilji ekki gera tilboð sem stendur þar sem einbeitingin sé á Wilfried Zaha.

Malcom er búinn að vera eitt ár hjá Barcelona eftir að hafa gengið í raðir félagsins frá Bordeaux.

Vængmaðurinn virtist á leið til Roma fyrir ári síðan þegar Barcelona stökk inn og hreppti hann.

Malcom náði ekki að negla byrjunarliðssæti á Nývangi og byrjaði aðeins sex deildarleiki.

Spánarmeistararnir vilja losa þennan 22 ára leikmann til að fá inn fjármagn til að reyna að kaupa Neymar og Antoine Griezmann.

Spænskir fjölmiðlar segja að Arsenal hafi gert tilboð um að fá Malcom lánaðan á komandi tímabili með möguleika á að kaupa hann alfarið næsta sumar. En samkvæmt heimildum Mirror höfðu Börsungar samband að fyrra bragði.

Arsenal vill reyna að fá Zaha frá Crystal Palace og það leynir sér ekki að leikmaðurinn sjálfur vilji fara til Arsenal. Fyrsta tilboð Arsenal var 40 milljónir punda en verðmiði Palace er 80 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner