Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 03. júlí 2019 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 2. deild: Alvaro Montejo bað mig um að koma
Daniel Garcia Blanco (Leiknir F.)
Daniel Garcia Blanco.
Daniel Garcia Blanco.
Mynd: Úr einkasafni
Leiknir Fáskrúðsfirði er á toppi 2. deildar.
Leiknir Fáskrúðsfirði er á toppi 2. deildar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik hjá Leikni F. í fyrra.
Úr leik hjá Leikni F. í fyrra.
Mynd: Raggi Óla
Daniel Garcia Blanco gerði þrennu fyrir Leikni Fáskrúðsfjörð er liðið vann Kára 5-1 í síðustu umferð 2. deildar karla. Leiknismenn eru á blússandi siglingu og eru á toppi deildarinnar - mjög óvænt þar sem liðinu var spáð falli fyrir tímabilið.

Daniel er 27 ára gamall Spánverji sem kom til Íslands fyrir tímabilið og gekk í raðir Leiknis.

„Alvaro Montejo, góður vinur minn og fyrrum liðsfélagi, hann er að spila á Íslandi með Þór og hann bað mig um að koma til Íslands," segir Daniel við Fótbolta.net.

„Þetta er einn fallegasti staður sem ég hef komið til, þetta er öðruvísi en allt sem ég þekki og ég kann mjög vel við landið."

Ferillinn hingað til
Daniel, einnig þekktur sem Garci, er fjölhæfur leikmaður sem hefur mest af spilað í heimalandi sínu, Spáni.

„Ég byrjaði 17 ára að spila í þriðju efstu deild Spánar með RSD Alcalá og var ég í tvö ár þar. Eftir það lék ég með San Fernando CD og CF Pozuelo de Alarcón í neðri deildunum á Spáni. Ég lék í eitt ár með Notodden í C-deild Noregs og fór svo aftur til Pozuelo. Á síðasta ári var ég hjá Union Adarve í C-deild Spánar og núna er ég hérna, á Íslandi."

„Ég vil spila sem sóknarmaður eða sem sóknarsinnaður miðjumaður. Ég get líka spilað á kantinum og ég var líka hægri bakvörður í nokkur ár."

Vissi ekkert um væntingarnar
Eins og fyrr segir skoraði Garci þrennu gegn Kára í Fjarðabyggðarhöllinni síðastliðinn laugardag. Hvernig fannst honum leikurinn?

„Við stjórnuðum fyrri hálfleiknum og við fengum færi til að skora fleiri en tvö mörk, en við gerðum það ekki. Þeir minnkuðu muninn úr víti í seinni hálfleik, pressuðu mikið og fengu góð færi. Sem betur fer komumst við í 3-1 eftir góða sókn og það gekk frá leiknum fyrir okkur held ég."

„Fyrir mig var mjög sérstakt að skora og hjálpa liðinu. Fyrir sóknarmann er alltaf léttir að skora mörk. Það gefur þér líka sjálfstraust fyrir næsta leik sem er gott," segir Garci sem er kominn með fimm mörk í sjö leikjum í 2. deild.

Leikni var spáð falli fyrir tímabilið en liðið hefur komið mjög á óvart og er á toppi 2. deildar með fjögurra stiga forystu eftir níu umferðir.

„Ég vissi ekki um væntingarnar sem gerðar voru til liðsins áður en ég kom hingað. Ég og liðsfélagar mínir leggjum hart að okkur og lítum á hvern einasta leik eins og hann sé okkar síðasti. Það gerir mig ánægðan."

„Markmiðið í sumar er að njóta hvers einasta leik og hverrar einustu reynslu til hins ítrasta. Við viljum halda svona áfram og við eigum bara að horfa á okkur, ekki önnur lið. Við getum bætt nokkra hluti og ef við gerum það þá munum við eignast góðar minningar á þessu tímabili," sagði þessi öflugi leikmaður að lokum.

Sjá einnig:
Bestur í 1. umferð: Isaac Freitas Da Silva (Vestri)
Bestur í 2. umferð: Kaelon Fox (Völsungur)
Bestur í 3. umferð: Aron Grétar Jafetsson (KFG)
Bestur í 4. umferð: Nikola Kristinn Stojanovic (Fjarðabyggð)
Bestur í 5. umferð: Mehdi Hadraoui (Víðir)
Bestur í 6. umferð: Ari Steinn Guðmundsson (Víðir)
Bestur í 7. umferð: Unnar Ari Hansson (Leiknir F.)
Bestur í 8. umferð: Þór Llorens Þórðarson (Selfoss)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner